Download this letter template (pdf)

Góðan daginn,

Ég hef samband til að biðja ykkur á [nafn á stað] að vera ekki með neinar sýningar eða viðburði tengdar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024, heldur bjóða upp á eitthvað annað í staðinn, til að mynda viðburði sem fagna palestínskum hinseginleika.

Það hefur mögulega farið framhjá ykkur að Palestínufólk hefur kallað eftir sniðgöngu á keppninni þar sem skipuleggjendur keppninnar, Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), neita að reka Ísrael úr keppninni þrátt fyrir áframhaldandi þjóðarmorð á Gaza og aðskilnaðarstefnu Ísraels gegn öllu Palestínufólki.

Það er liðið á sjöunda mánuð af þjóðarmorðsherferð Ísraels gegn 2.3 milljónum Palestínubúa á Gaza, sem eru þolendur ofsafullra og látlausra árása. Tugþúsundir palestínufólks hafa verið myrt og yfir milljón verið hrakin á flótta. Oxfam og önnur vel þekkt alþjóðleg mannréttindasamtök greina frá því að Ísrael noti hungur sem vopn gegn Palestínufólki á Gaza, þar sem herkví Ísraels veldur alvarlegum skorti á mati, hreinu vatni og nauðsynlegum lyfjum.

Nú meira en nokkru sinni er brýn þörf fyrir því að Ísrael og samverkaþjóðir þess séu dregnar til ábyrgðar fyrir þessa glæpi. Í stað þess er Ísrael boðið heilt svið í Eurovision til þess að hylma yfir stríðsglæpi sína gegn Palestínufólki og koma á framfæri ímynd sinni sem skemmtileg og hress þjóð. Þátttaka í söngvakeppni Eurovision gerir Ísrael kleift að ‘listþvo’ áframhaldandi þjóðarmorð á Palestínufólki. Þessi áróður hefur verið viðurkenndur af forseta Ísraels, Isaac Herzog, sem sagði nýlega að „það væri mikilvægt fyrir Ísrael að birtast í Eurovision“.

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hafa nú þegar sýnt að þau geta rekið lönd úr keppninni ef þau vilja. Árið 2022 ráku samtökin Rússland úr keppninni vegna ólöglegrar innrásar þeirra í Úkraínu. Samt sem áður neita þau að verða við beiðni Palestínufólks um að banna Ísrael frá keppninni í ljósi áratugalangrar kúgunar Palestínufólks, þar með talið í ljósi núverandi þjóðarmorðs á Palestínufólki á Gaza. Þessi afstaða sýnir hræsni og skeytingarleysi gagnvart palestínskum lífum.

Ákall Palestínufólks eftir sniðgöngu á Eurovision felur líka í sér beiðni til allra skemmtistaða um að aflýsa sýningum á Eurovision og íhuga frekar að halda viðburð sem er ekki samdauna aðskilnaðarstefnu og þjóðarmorði. Ég bið ykkur um að svara ákalli Palestínufólks og neita að sýna viðburð sem gerir Ísrael kleift að listþvo og bleikþvo þjóðarmorðið á Gaza. Fjöldi staða hafa nú þegar hætt við að sýna Eurovision í samstöðu við Palestínufólk. Þið getið slegist í hóp þeirra sem taka yfirvegaða afstöðu með mannréttindum og gegn stríðsglæpum.

Mörg í samfélaginu okkar eru full sorgar og reiði þar sem við erum á hverjum degi vitni að þjóðarmorði í beinu streymi. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna merkingarbæra samstöðu með Palestínufólki þar sem þau berjast gegn hrottafullu ofbeldi og halda áfram að krefjast frelsis.

Kærar þakkir fyrir að lesa þetta bréf. Ekki hika við að hafa samband ef að þið eruð með einhverjar spurningar, ef ég get stutt ykkur í ákvörðunartökunni eða ef þið viljið eiga í frekara samtali um þetta mikilvæga málefni.

Með kærri kveðju,
[Nafn eða félag]

Signatories

LGBTQIA+ organisations

  1. CUTRA, Romania
  2. Aveiro Feminista, Portugal
  3. QuARC Berlin, Germany
  4. Observatori contra l’LGTBIfobia, Spain
  5. Sare Lesbianista, Euskal Herria
  6. R.E.C Arts Reykjavík, Iceland
  7. MAURICE GLBTQ APS, Italia
  8. Rauða Regnhlífin / Red Umbrella Iceland, Iceland
  9. Allt í sleik, menningarfélag, Iceland
  10. Granada Visible, España
  11. Chaves Comunitária, Portugal
  12. Organisation de Solidarité Trans (OST), France
  13. Colectivo Sirpad, Spain
  14. Crida LGBTI, Països Catalans
  15. PATH – Plataforma Anti Transfobia e Homofobia de Coimbra, Portugal
  16. Ozen! LGTB, Euskal Herria
  17. Espacio Seguro LGTBIQA+ Burgos, Spain
  18. Mdma talde transfeminista, Basque Country
  19. Kuir Eztanda, Euskal Herria
  20. Palestinarekiko erantzukizuna, Básque Country 
  21. Coordinamento Torino Pride APS, Italy
  22. Trans Ísland, Iceland
  23. Hinsegin Heift, Iceland
  24. Ehgam (Euskal Herriko Sexu Askapen Mugimendua), Basque Country

Supported by

Other organisations

  1. Palestina Livre Ilha Terceira, Portugal
  2. Headquarters of the Movement, Belgium
  3. Cine Contra As Paredes, Portugal
  4. Mothersforpalestine, Sweden
  5. Klimataktion Skåne, Sweden
  6. Parents for Peace, Portugal
  7. Extinction Rebellion Limburg, België
  8. SR4Palestine Australia, Sweden, and international
  9. Drop Fossil, Schweiz
  10. Estudantes por Justiça na Palestina, Portugal
  11. BDS País Valencià, Spain
  12. Coalició Prou Complicitat amb Israel, Catalunya, Spain
  13. Plataforma Solidaria con Palestina de Valladolid, Spain
  14. RESCOP, Spain
  15. Comité de Solidariedade com a Palestina, Portugal
  16. Coimbra pela Palestina e The Surge Portugal, Portugal