Ekkert stolt í þjóðarmorði: LGBTQIA+ samtök um allan heim boða til sniðgöngu á Eurovision 2024

Eftir að samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) neituðu að banna Ísrael, landránsnýlendu sem fremur þjóðarmorð, frá þátttöku í Eurovision 2024, svörum við ákalli palestínsku þjóðarinnar til útvarps- og sjónarvarpsstöðva, keppenda, starfsfólks og áhorfenda að sniðganga Eurovision 2024. Við hvetjum alla keppendur, þar með talið þau sem hafa nýlega neitað að draga sig úr keppni, að endurskoða afstöðu sína útfrá sögulegu samhengi og beita heldur röddum sínum í þýðingarmikilli samstöðuaðgerð með því að sniðganga keppnina.

Með því að leyfa Ísrael að keppa í Eurovision eru EBU ekki aðeins samsek í því að hvítþvo þjóðarmorð, heldur eru þau einnig að aðstoða Ísrael við að bleikþvo aðskilnaðarstefnu sína — óforskömmuð misnotkun á hinsegin réttindabaráttu til þess að varpa af sér framsækinni ímynd — á meðan Ísrael fremur þjóðarmorð á 2,3 milljónum Palestínubúa á Gaza. Eurovision hefur vakið áhuga, ástríðu og stuðning LGBTQIA+ samfélagsins í áratugi og Ísrael áttar sig á áróðursgildi keppninnar. Með orðum Isaac Herzog, forseta Ísraels, „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision.“

Þrátt fyrir skýrar beiðnir frá Palestínsku blaðamannasamtökunum og BDS [Sniðganga fyrir Palestínu] hreyfingunni, ásamt listamönnum frá Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi, hafa skipuleggjendur Eurovision ákveðið að halda Ísrael í keppninni í ár og lýst því yfir að keppnin sé „ópólitískur viðburður“. Þetta eru mikil umskipti frá árinu 2022 þegar EBU bannaði Rússland frá keppninni eftir innrás þeirra í Úkraínu. EBU hundsa einnig úrskurð Alþjóðadómstólsins um að Ísrael sé að öllum líkindum að fremja þjóðarmorð.

Í mörg ár hefur bleikþvottur Ísraels verið kjarninn í þátttöku þeirra í Eurovision. Síðan Ísrael byrjaði að nota „Vörumerkið Ísrael“ sem taktík árið 2005, hafa LGBT+ réttindi og ímyndin um frjálsyndan lífsstíl samkynhneigðra spilað lykilhlutverk í þjóðaráróðursherferð þeirra til þess að hylma yfir aðskilnaðarstefnu Ísraels. Eurovision — hin mikla hátíð gilmmers og hýrleika — býður Ísrael upp á fullkomið tækifæri til þess að bleikþvo kerfisbundna afneitun sína á réttinum palestínsku þjóðarinnar.

Frá október 2023 hafa Ísraelar myrt meira en 32.000 Palestínubúa á Gaza og sært meira en 75.000. Yfir 1,7 milljónir Palestínubúa hafa síðan verið hrekin á flótta. Stór alþjóðleg mannréttindasamtök og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna greina frá því að Ísrael noti hungursneyð sem vopn gegn Palestínufólki á Gaza, þar sem umsátur þeirra veldur banvænum skorti á mat, vatni og nauðsynlegum lyfjum. Evrópskar ríkisstjórnir og stofnanir halda því skammarlega verki áfram að útvega Ísrael vopn, fjármagn og pólitískan stuðning.

Án frelsis, réttlætis og jafnréttis fyrir palestínufólk getur frelsi hinsegin og trans fólks ekki orðið að veruleika. Aðskilnaðar- og landránsstjórn Ísraels hefur í meira en 75 ár rænt, kúgað, þjóðernishreinsað, fangelsað, myrt og haldið palestínsku fólki í fátæktarnauðung, hvort sem þau eru hinsegin eða ekki. Nú sjáum við ísraelska hermenn veifa regnbogafánum þar sem þeir standa á rústum palestínskra heimila sem þeir sprengdu í loft upp.

Ísraelsríki notar ofbeldi og hómófóbíu sem palestínskt hinsegin fólk verður fyrir til að knýja áfram nýlendustefnu sína. Það dreifir rasískum áróðri um að Palestína sé óörugg fyrir hinsegin fólk. Það segist færa LGBT+ réttindi og frelsi til Gaza, en myrðir svo hinsegin palestínu fólk, vini þeirra og fjölskyldur. Ísrael reynir að afmá palestínskan hinseginleika, en hinsegin Palestínufólk heldur áfram að vera til og sýna mótstöðu eins og þau hafa gert í áratugi. Nú, meira en nokkru sinni fyrr, er kominn tími til að hinsegin fólk um allan heim grípi til alvarlegra og stefnumótandi aðgerða í samstöðu með palestínsku systkinum okkar.

Við erum snortin yfir ákvörðun Rio Cinema um að hætta við stærstu Eurovision sýningarveislu Lundúna, sem og þeim þúsundum listamanna, stjórnmálamanna og einstaklinga um alla Evrópu sem hafa kallað eftir að Ísrael verði meinuð þáttaka í Eurovision 2024. Sækjum innblástur í vaxandi alþjóðlega hreyfingu fyrir frelsun Palestínu um leið og við eflum og stigmögnum aðgerðir okkar. Við megum ekki leyfa starfsemi Eurovision að halda áfram eins og ekkert sé á meðan Ísrael vinnur að því að tortíma öllum íbúum Gaza.

Sem hinsegin hópar frá Palestínu og um allan heim, neitum við að leyfa aðskilnaðar- og landránsstjórn Ísraels að notfæra sér hinseginleika okkar. Stolt okkar býr í sameiginlegri baráttu okkar til þess að binda enda á landrán, hernám og þjóðarmorð alls staðar. Stolt okkar er í baráttunni fyrir fresli okkar allra. Frá ánni til sjávarins, mun Palestína verða frjáls.

VIÐ SKORUM Á ALÞJÓÐLEGA HINSEGIN SAMFÉLAGIÐ AÐ GANGA TIL LIÐS VIÐ OKKUR MEÐ ÞVÍ AÐ:

  • Biðja þátttakendur í Eurovision að neita að koma fram í þjóðarmorðs-þvegni söngvakeppninni
  • Skipuleggja skapandi aðgerðir til að þrýsta á innlendar sjónvarpsstöðvar að segja sig úr Eurovision
  • Krefjast þess að sýningarstaðir aflýsi Eurovision sýningarveislum sínum og hýsi í staðinn fræðsluviðburði um bleikþvott Ísraels
  • Ganga í BDS hreyfinguna
  • Svara ákalli Queers in Palestine
  • Deila þessari herferð með vinum, félögum, elskendum og valinni fjölskyldu.